Opnunartími Sundlaugarinnar í Varmahlíð lengdur á föstudögum
07.02.2025
Opnunartími sundlaugarinnar í Varmahlíð hefur verið lengdur til kl. 21:00 á föstudögum í vetur en á síðustu árum hefur verið opið til kl. 14:00 á föstudögum yfir vetrarmánuðina.
Vetraropnunarími Sundlaugarinnar í Varmahlíð er því sem hér segir:
Mánudaga - föstudaga kl. 08:00 - 21:00
Laugardaga kl. 10:00 – 16:00
Sunnudaga kl. 10:00 – 16:00