Opnunarhátíð í Tindastól á laugardaginn

Frá skíðasvæði Tindastóls
Frá skíðasvæði Tindastóls

Fyrirhugað er að vígja nýju lyftuna á skíðasvæði Tindastóls, laugardaginn 23. mars kl. 11:30, en skíðasvæðið verður opið frá kl. 10-16.


Nýja lyftan er kærkomin viðbót við þá aðstöðu sem í boði er á skíðasvæði Tindastóls og stækkar skíðasvæðið þar til muna, en lyft­an er 1.045 metr­ar að lengd og liggur frá enda nú­ver­andi lyftu sem er í 440 metra hæð yfir sjávarmáli en nýja lyftan endar í 903 metra hæð yfir sjávarmáli. Með tilkomu nýju lyftunnar gefst skíðafólki tækifæri til þess að skíða á nýju og glæsilegu svæði með stórkostlegt útsýni fyrir augum sér og er það kærkomin viðbót við skíðasvæði Tindastóls, en í ár er 19 ára afmæli skíðasvæðisins á núverandi stað.

Við hvetjum sem flesta til þess að mæta á skíðasvæði Tindastóls kl. 11:30 á laugardaginn.