Fara í efni

Opnun tveggja sýninga á Sauðárkróki á laugardaginn

01.06.2017
Guðrún frá Lundi. Mynd Ljósmyndasafn Rvk.

Næstkomandi laugardag verða tvær sýningar opnaðar við Aðalgötuna á Sauðárkróki, Kona á skjön, sýning um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi og Puffin and friends, sýning um dýralíf í Drangey ásamt fleiru.

Puffins and friends opna kl 11 og er sýningin staðsett í gamla Tengilshúsinu við Aðalgötu 24.  Sýningin verður opin alla daga kl 10-18.Til sýnis verður myndefni af lundanum í eyjum Skagafjarðar, hvölum, selum o.fl. ásamt uppstoppuðum ísbirni. Allt er þetta sett í samhengi við hlýnun jarðar og áhrif þess á lífríkið. Einnig verður hægt að upplifa lundann í 360° sýndarveruleika.

Sýningin Kona á skjön, um ævi og störf Guðrúnar frá Lundi opnar kl 14 og er sýningin staðsett við Aðalgötu 2, gamla Barnaskólahúsinu sem Náttúrustofa Norðurlands vestra hefur verið staðsett í. Sýningin verður opin alla daga kl 13-17 í sumar. Á sýningunni verður rithöfundarferli Guðrúnar gerð skil en bækur hennar trónuðu á toppi vinsældalista lesenda í rúma tvo áratugi en hennar fyrsta bók kom út þegar hún var 59 ára og eftir hana liggja 27 bækur í 11 ritverkum. 

Við óskum aðstandendum sýninganna til hamingju og er þetta kærkomin viðbót við þá afþreyingu sem í boði er í Skagafirði.Puffins and friends

Sólgarðar í Fljótum opnuðu í þessari viku en í boði er sund, gisting, kaffi og vöfflur, leikvöllur og grill- og nestisaðstaða. Það verður opið um helgar kl 12-18 og virka daga kl 16-22 en lokað á þriðjudögum.