Opnun Sundlaugar Sauðárkóks frestast um nokkra daga

Þar sem veðrið hefur ekki verið okkur í hag síðustu daga seinkar opnun Sundlaugar Sauðárkróks, en eins og kunnugt er standa framkvæmdir þar yfir og því nauðsynlegt að loka lauginni. Vonir eru bundnar við að geta opnað seinnipart næstkomandi föstudags. Nánari upplýsingar verða tilkynntar þegar nær dregur.