Opnir spilaviðburðir á Héraðsbókasafninu í dag

Í dag munu Hilmar Kári Hallbjörnsson frá borðspil.is og Guðbergur Haraldsson heimsækja bókasafnið á Sauðárkróki og kynna spil. Klukkan 17 verður kynning fyrir fjölskyldur og klukkan 20 fyrir fullorðna. Spilin verða uppstillt og Hilmar og Beggi kenna gestum reglurnar og leyfa þeim að prófa. Það er því nóg að mæta með góða skapið.

Í framhaldi af þessum viðburðum mun bókasafnið hefja útlán á spilum. Lánstími spilanna verður 14 dagar.

Einnig er gestum velkomið að koma og spila í safninu, sem er til dæmis tilvalin afþreying í vetrarfríinu í næstu viku. Héraðsbókasafn Skagfirðinga við Faxatorg er opið alla virka daga frá kl 11 til 18.