Fara í efni

Opinn fundur um endurskoðun aðalskipulags tókst vel

10.10.2019

Opinn fundur um endurskoðun aðalskipulags Sveitarfélagsins Skagafjarðar var haldinn í dag í Húsi frítímans. Vel var mætt á fundinn og komu margar áhugaverðar hugmyndir fram í hópavinnu á fundinum. Einar E. Einarsson, formaður skipulags- og byggingarnefndar, kynnti fyrirhugaða vinnu við endurskoðun aðalskipulags.  Aðrir með framsögu voru Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri, Eva Pandora Baldursdóttur og Sigurður Árnason sérfræðingar hjá Byggðastofnun og Guðrún Lárusdóttir formaður Búnaðarsambands Skagfirðinga. 

Fleiri íbúafundir vegna endurskoðunar aðalskipulags eru fyrirhugaðir í byggðakjörnum Skagafjarðar og verða þeir auglýstir síðar.

Nokkrar myndir frá deginum:

hopavinna

hopavinna

fundur

Sigfús Ingi

fundur