Fara í efni

Opinn fundur í Miðgarði varðandi Blöndulínu 3

28.03.2022

Landsnet verður með opið hús í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð fimmtudaginn 31. mars n.k. þar verður hægt að spyrja starfsfólk Landsnets og ráðgjafa frá Mannvit um umhverfismatið fyrir Blöndulínu 3. Ekki verður formleg dagskrá heldur getur fólk komið og kíkt við meðan á opna húsinu stendur. Skipulagsstofnun hefur sett Umhverfismatsskýrslu Blöndulínu 3 í auglýsingu og er öllum velkomið að koma á framfæri umsögnum um umhverfismatið með því að senda þær til Skipulagsstofnunar, Borgartúni 7b, eða á skipulag@skipulag.is. Hægt er að nálgast skýrsluna á heimasíðu Skipulagsstofnunar (www.skipulag.is) og á heimasíðu Landsents (www.landsnet.is) en þar er einnig að finna vefsjá verkefnisins.

Fundir Landsnets verða á eftirfarandi stöðum

  • Hótel KEA Akureyri miðvikudaginn 30 mars kl: 19.30 – 21.30
  • Menningarhúsinu Miðgarði Varmahlíð Skagafirði fimmtudaginn 31 mars kl: 16.30 – 19.30
  • Veitingastaðnum Nauthól Reykjavík þriðjudaginn 26 apríl kl: 16.00 – 18.30