Opið hús í Iðju 3. desember

Handverk iðjusamra
Handverk iðjusamra

Í næstu viku er komið að hinum árlega opna degi í Iðjunni við Sæmundarhlíð á Sauðárkróki. Tilefnið er Alþjóðadagur fatlaðs fólks þann 3. desember næstkomandi. Húsið verður opið kl 10-15 en um kl 14 mætir góður gestur og tekur nokkur jólalög og að vanda verður í boði jólate iðjusamra ásamt nýbökuðum smákökum. Notendur Iðjunnar og starfsfólk bjóða alla velkomna og hlakka til að taka á móti gestum.