Opið hús hjá Brunavörnum Skagafjarðar

Brunavarnir Skagafjarðar fengu á dögunum afhenta nýja Skania slökkvibiðreið og héldu af því tilefni opið hús á slökkvistöðinni á Sauðárkróki. Fólki var boðið að skoða nýja slökkvibílinn og kynna sér starfsemi og búnað slökkviliðsins.

Nýji bíllinn er 450 hestafla bifreið með drifi á öllum hjólum og sæti fyrir fimm manns. 4000 lítra tankur er á bílnum og er það tvöfalt stærri tankur en á gamla bílnum. Einnig er bíllinn útbúinn klippum til notkunar við björgun á fólki úr bílum eftir umferðaslys.

Gísli Sigurðsson, varaformaður Byggðaráðs, afhenti Svavari Atla Birgissyni, slökkviliðsstjóra, lyklana af bílnum formsins vegna.