Opið hjá Byggðasafni Skagfirðinga á sunnudögum fram til áramóta

Á heimasíðu Byggðasafnsins kemur fram að Áshús verður opið almenningi alla sunnudaga fram til áramóta frá kl 12 til 17 og hægt að skoða gamla bæinn í Glaumbæ á sama tíma. Opið verður í Áskaffi á sama tíma. Einnig verður hægt að skoða gamla bæinn og sýningarnar í Minjahúsinu á Sauðárkróki á skrifstofutíma flesta daga fram að jólum.