Fara í efni

Opið er fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra

06.10.2021
Ert þú með hugmynd?

Opnað hefur verið fyrir umsóknir í Framkvæmdasjóð ferðamannastaða og Uppbyggingarsjóð Norðurlands vestra.

Markmið og hlutverk Framkvæmdasjóðs ferðamannastaða er að stuðla að uppbyggingu, viðhaldi og verndun ferðamannastaða og ferðamannaleiða um land allt og styðja með því við þróun ferðaþjónustu sem mikilvægrar og sjálfbærrar stoðar í íslensku atvinnulífi. Það er jafnframt markmið sjóðsins að stuðla að jafnari dreifingu ferðamanna um landið og styðja við svæðisbundna þróun.

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða fjármagnar framkvæmdir á ferðamannastöðum og ferðamannaleiðum í eigu eða umsjón sveitarfélaga og einkaaðila.  Heimilt er að fjármagna framkvæmdir sem snúa að öryggi ferðamanna, náttúruvernd og uppbyggingu, viðhaldi og vernd mannvirkja.

Sjá nánari upplýsingar um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða hér.  

Umsóknarfrestur er til kl. 13:00 þriðjudaginn 26. október 2021.

 

Tilgangur Uppbyggingarsjóðs er að styrkja annars vegar menningar- og hinsvegar atvinnuþróunar- og nýsköpunarverkefni á Norðurlandi vestra. Sjóðurinn er samkeppnissjóður og eru umsóknir metnar út frá þeim markmiðum og áherslum sem koma fram í Sóknaráætlun Norðurlands vestra. Með samkeppnissjóði er átt við að samkeppni milli verkefna ræður úthlutun, þ.e. bestu verkefnin að mati fagráðs hljóta brautargengi.

 Verkefnin geta verið af ýmissi stærðargráðu og er fólk hvatt til að sækja um.

Sjá nánar um Uppbyggingarsjóð hér. 

Umsóknarfrestur er til kl. 16:00 föstudaginn 12. nóvember 2021. 

 

Ráðgjafar SSNV veita aðstoð við umsóknargerð. Einnig er velkomið að hafa samband við Sigfús Ólaf Guðmundsson og Hebu Guðmundsdóttur, verkefnastjóra í atvinnu-, menningar- og kynningarmálum hjá Sveitarfélaginu Skagafirði í síma 455-6000.