Öllu skólahaldi aflýst í Skagafirði og annars staðar á Norðurlandi vestra föstudaginn 14. febrúar

Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu fyrir föstudag.
Appelsínugul viðvörun er á landinu öllu fyrir föstudag.

Vegna verulega slæms veðurútlits í Skagafirði og Húnavatnssýslum og yfirstandandi óvissustigs almannavarna föstudaginn 14. febrúar, var á fundi Almannavarnarnefnda Skagafjarðar og Húnavatnssýslna fyrr í dag tekin ákvörðun um að fella niður allt skólahald í leik-, grunn- og tónlistarskólum á Norðurlandi vestra á morgun.

 

Óvissustigi er lýst yfir þegar grunur vaknar um að eitthvað geti gerst af náttúru- eða mannavöldum, sem á síðari stigum gæti leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar er ógnað.