Fara í efni

Öldungaráð Skagafjarðar

22.03.2023
Öldungaráð Skagafjarðar og Húnaþings vestra. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Stefanía Sif Traustadóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Gunnsteinn Björnsson, Stefán A Steingrímsson, Gestur Þorsteinsson, Jóna Halldóra Tryggvadóttir, Guðmundur Haukur Sigurðsson og Sigurjón Gestsson

Öldungaráð Skagafjarðar kom saman til fyrsta fundar í janúar sl. Ráðið starfar í umboði sveitarstjórnar og hefur það hlutverk að vera formlegur og milliliðalaus vettvangur samráðs og samstarfs við sveitarstjórn og félagsmála- og tómstundanefnd um hagsmuni eldri borgara.

Öldungaráð er skipað sjö fulltrúum. Þrír og þrír til vara eru tilnefndir af Félagi eldri borgra. Þrír og þrír til vara eru tilnefndir af sveitarstjórn Skagafjarðar. Einn og einn til vara er tilnefndur af Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Sauðárkróki.

Ráðið kýs formann og varaformann, formaður er Gunnsteinn Björnsson, varaformaður er Stefán A. Steingrímsson, auk þeirra skipa ráðið Sigríður Magnúsdóttir, Fanney Ísfold Karlsdóttir, Ragna Jóhannsdóttir, Sigurjón J. Gestsson og Steinunn Rósa Guðmundsdóttir. Ráðið nýtur aðstoðar starfsmanna fjölskyldusviðs við boðun funda og milligöngu við annað starfsfólk sveitarfélagsins um útvegun ganga vegna umfjöllunarefna ráðsins. Allar fundargerðir öldungaráðs verða aðgengilegar á heimasíðu Skagafjarðar.

Ráðið heimsótti Öldungaráð Húnaþings vestra 21.mars sl. þar sem ráðsfólk átti gott samtal um verkefni og stefnumótun í málefnum eldra fólks. Öldungaráð Húnaþings vestra hefur verið starfandi frá árinu 2019 og fróðlegt var að fá yfirferð verkefna og hlutverk ráðsins. Eitt af verkefnum Öldungaráðs Húnaþings vestra er þátttaka í samráði sveitarfélagsins um framtíðarsýn í málefnum eldri borgara sem verið er að vinna að. Að lokum fundi var ráðsfólki boðið í heimsókn í aðstöðu Félags eldri borgara í gamla verslunarhúsnæði Sigurðar Pálmasonar á Hvammstanga en þar fer fram fjölbreytt félagsstarf alla virka daga.

 

Sigurður Þ. Ágústsson, sviðsstjóri fjölskyldusviðs Húnaþings vestra og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, félagsmálastjóri Skagafjarðar.