Nýr rafmagnsbíll tekinn í notkun hjá Þjónustumiðstöð
23.09.2024
Nýr og glæsilegur rafmagnsbíll hefur verið tekinn í notkun hjá Þjónustumiðstöð Skagafjarðar. Bíllinn er af gerðinni VW ID Buzz og er full rafmagnaður rafbíll með 79Kwh rafhlöðu og uppgefin drægni er 420km. Bíllinn er vel búinn þægindum og lúxus og er með 170kw hleðslugetu. Bíllinn fór strax í vinnu fyrir Þjónustumiðstöðina og hefur staðið sig vel.