Fara í efni

Námskeiði nýlokið í „Thrive“ þjálfun

08.02.2017
Frá „Thrive“ námskeiði á Sauðárkróki

Sveitarfélagið Skagafjörður hlaut styrk á sl. ári úr Endurmenntunarsjóði grunnskóla og stóð fyrir námskeiði nú á dögunum, sem kallast „Thrive“.  Segja má að um sé að ræða byltingarkennda, sálfræðilega þjálfun sem snýr að því að búa börn og unglinga undir lífið með því að efla sjálfstraust og sjálfsvitund, seiglu og færni ásamt því að kynna þeim mismunandi leiðir til þess að taka góðar ákvarðanir fyrir sjálfan sig.  Aðferðin er þróuð af sálfræðingnum Rob Kelly sem hefur margra ára reynslu af meðferðarvinnu ásamt ýmsum vísindalegum rannsóknum sem liggja til grundvallar.

Námskeiðið var haldið á Sauðárkróki og kom „Thrive“ þjálfi frá Skotlandi,  Andrew Farguharson, sem fræddi okkar góða fólk,  bæði úr Skagafirði og Húnavatnssýslum, um aðferðina. Það mun því útskrifast 15 manna hópur „Thrive“ þjálfa sem samanstendur af starfsfólki grunnskóla, framhaldsskóla, frístundastarfs og heilsugæslu.