Ný samþykkt Sveitarfélagsins Skagafjarðar

Ný samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur verið samþykkt af innanríkisráðuneytinu og birt í B- deild Stjórnartíðinda. 

Samþykkt þessi sem sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar hefur sett skv. ákvæðum 9. og 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, hefur verið staðfest  og gildir hún frá 30. október 2013. Jafnframt fellur úr gildi samþykkt um stjórn og fundarsköp Sveitarfélagsins Skagafjarðar nr. 924/2008 með síðari breytingum.