Fara í efni

Ný stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga

26.11.2013

Ný stofnskrá Byggðasafns Skagfirðinga tekur gildi 1. desember næstkomandi og er hún sú fjórða sem samin er síðan safnið var stofnað árið 1948. Ný safnalög tóku gildi 1. janúar 2013 og þurfti því að endurnýja stofnskrána og var hún samþykkt af Safnaráði. Byggðasafn Skagfirðinga er í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps en var í upphafi rekið af sýslunefnd og síðar héraðsnefnd. Safnið er alhliða minjasafn sem safnar, rannsakar og varðveitir muni og minjar úr Skagafirði, bæði áþreifanlega og óáþreifanlega.

Sjá nánar: