Ný og endurbætt jafnréttisáætlun leikskólanna í Skagafirði

Börn á Tröllaborg í leik
Börn á Tröllaborg í leik

Leikskólarnir í Skagafirði, Ársalir, Birkilundur og Tröllaborg hafa aukið og endurbætt jafnréttisáætlun sína. Áætlunin var send til Jafnréttisstofu þar sem hún hlaut samþykki eða eins og stendur í umsögninni; Jafnréttisstofa óskar skólunum til hamingju með virkilega vandaða og vel unna áætlun.

Jafnréttisáætlunin á við börn, foreldra og starfsfólk leikskólanna, jafna stöðu og rétt kvenna og karla og m.a. lögð áhersla á að tryggja jafnrétti í víðum skilningi til að hæfileikar allra fái notið sín en áætlunina má m.a. kynna sér hér hjá leikskólanum Tröllaborg.