Notendur hitaveitu á Hofsósi og í sveitum út að austan athugið

Vegna viðgerðar á stofnlögn verður lokað fyrir heitavatnið kl. 10 að morgni þriðjudaginn 24. maí. Lokunin nær til allra notenda Hrolleifsdalsveitu og mun standa fram eftir degi.

Athugið að skrúfað sé fyrir heitavatnskrana í vöskum inn á heimilum og öðrum stöðum til að koma í veg fyrir vatnstjón.

Biðjumst velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

 

Skagafjarðarveitur