Norðurlands Jakinn á Sauðárkróki

Norðurlands Jakinn er aflraunakeppni í anda Vestfjarðarvíkingsins sem fer fram á Norðurlandi dagana 25.-27. ágúst. Keppt verður í sex mismunandi greinum víða um Norðurland og er umsjónarmaður keppninnar Magnús Ver Magnússon.

Keppt verður í Atlassteinatökum á mótatjaldsvæðinu á Nöfum á Sauðárkróki laugardaginn 27. ágúst kl. 12:00.

Aðgangur er ókeypis og eru allir hvattir til þess að mæta og sjá sterkustu menn landsins sýna krafta sína. 

Þeim sem ekki eru kunnugir svæðinu er bent á að til þess að fara upp á Nafir er beygt upp hjá Sauðárkrókskirkju, ekið upp kirkjuklaufina og haldið áfram suður Nafirnar þar sem svæðið er á vinstri hönd.  

 

Næstu greinar eru sem hér segir:

Fimmtudagur 25. ágúst

Kl. 12:00 Hvammstangi. Öxullyfta við Selasetrið.

Kl. 17:00 Blönduós. Réttstöðulyfta við Blönduskóla.

 

Föstudagur 26. ágúst

Kl. 12:00 Dalvík. Kútakast yfir vegg fyrir ofan Berg.

Kl. 17:00 Húsavík. Uxaganga á Hafnarsvæði.

 

Laugardagur 27. ágúst

Kl. 12:00 Sauðárkrókur. Atlassteinn á tjaldsvæðinu á Nöfunum.

Kl. 16:00 Skagaströnd. Keflisglíma á útisviði Hólanesi.