Fara í efni

Niðurstöður útboðs um sorphirðu í Skagafirði

26.10.2022

Föstudaginn 30. september sl. voru opnuð tilboð í tilboðsverkið "Sorphirða fyrir heimili, stofnanir, gámastöðvar o.fl. í Skagafirði 2023-2028".

Fjögur tilboð bárust í verkið. Íslenska Gámafélagið ehf var með lægsta boð eða upp á 115,9% af kostnaðaráætlun. Einnig komu tilboð frá Kubbur ehf upp á 137%, Terra Umhverfisþjónusta 187,5% og GS Lausnir 212,5% af áætlun.

Á fundi Umhverfis- og samgöngunefndar Skagafjarðar þann 19. október sl. var lagt til að ganga til samninga við lægstbjóðenda, Íslenska Gámafélagið ehf. með fyrirvara um að samningar náist og málinu vísað til ákvörðunar byggðarráðs.

Með tilkomu nýrra laga um sorphirðu sem taka gildi um næstu áramót er kveðið á um að sveitarfélögum sé óheimilt að niðurgreiða kostnað vegna sorphirðu. Í dag er sveitarfélagið að niðurgreiða sorphirðu í Skagafirði og því ljóst að verulegar hækkanir verða á gjaldskrá sorphirðu um áramótin. Áætlað er að endurskoða gjaldskrá aftur 1. apríl 2023, en þá tekur væntanlega við nýr samningur um rekstur sorphirðu í Skagafirði.