Fara í efni

Netnámskeið fyrir starfsfólk Árskóla um kynbundið og kynferðislegt ofbeldi

27.05.2024

Í síðustu viku sat starfsfólk Árskóla netnámsskeið sem snéri að kynbundnu og kynferðislegu ofbeldi. Námskeiðið, sem miðast við allan nemendahóp Árskóla frá 6 til 16 ára, var skipulagt af forvarnarteymi skólans. Námskeiðið er hluti fræðsluefnis sem Barna- og fjölskyldustofa hefur gefið út og miðar að því að upplýsa starfsfólk um möguleg einkenni og viðbrögð í tenglsum við kynbundið og kynferðislegt ofbeldi og áreitni.