Nemendur LHÍ í heimsókn

Nemendur LHÍ fluttu leikverkið Samningurinn
Nemendur LHÍ fluttu leikverkið Samningurinn

Á dögunum komu nokkrir nemendur úr Listaháskóla Íslands í heimsókn til Árskóla á Sauðárkróki og sýndu nýtt, frumsamið leikverk fyrir nemendur 10. bekkjar. Leikverkið heitir Samningurinn og er frumraun höfundar, Helga Gríms Hermannssonar, sem leikritshöfundar. Sýningin fjallar um tvær ólíkar persónur með mismunandi áform og markmið í lífinu og hagsmunaárekstra þeirra í milli, átök og áherslur í lífinu. Sviðsetning, leikstjórn, tónlist og öll umgjörð leikverksins er eftir nemendurna sjálfa.

Að sýningu lokinni var boðið upp á tvær málstofur þar sem verkið, inntak þess og boðskapur var annars vegar ræddur og hins vegar listnám og listsköpun. Óhætt er að segja að verkinu hafi verið vel tekið og umræður um það fjörlegar og skemmtilegar. Augljóst var að nemendur 10. bekkjar eru vel með á nótunum og hafa sterkar skoðanir á lífinu og tilverunni, óhrædd við að túlka með sínum hætti og útskýra upplifun sína.

Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla

Höfundur leikverksins, Helgi Grímur Hermannsson.

Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla

Nemendur 10. bekkjar Árskóla fylgdust áhugasamir með verkinu.

Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla

Að sýningu lokinni var boðið upp á tvær málstofur.

Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla

Nemendur 10. bekkjar ásamt nemendum LHÍ og leikritshöfundi.

Nemendur Listaháskóla Íslands í heimsókn í Árskóla

Nemendur voru mjög áhugasamir í málstofunum og tóku virkan þátt í umræðum.