Fara í efni

Námskeið fyrir starfsmenn sveitarfélagsins

28.03.2017
Þátttakendur á námskeiði um heilsueflingu og næringu

Sveitarfélagið Skagafjörður býður starfsmönnum sínum upp á þrjú námskeið nú í vor og eru námskeiðin haldin á mismunandi tímum svo flestir geti átt þess kost að nýta sér þau. Námskeiðin eru þátttakendum að kostnaðarlausu og eru þau hluti af fræðsluáætlun sveitarfélagsins.

Fyrsta námskeiðið var haldið síðastliðinn föstudag þar sem Ólafur Gunnar Sæmundsson, næringarfræðingur og höfundur bókarinnar Lífsþróttur, var með námskeiðið, Heilsuefling - næring, þar sem hann fjallaði um næringarfræði og mataræði. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur öðlist þekkingu á mataræði sem samræmist lýðheilsumarkmiðum og hæfileika til að skoða eigið mataræði og meta hvað sé vel gert og hvað megi betur fara. Meðal annars er rætt um grunnatriði næringarfræðinnar eins og hlutfall orkuefna, orkugildi, orkuþörf og ráðlagða dagskammta, fjallað um "áhugaverðar og sígildar" mýtur og um kosti og ókosti fæðubótarneyslu ásamt ýmsu öðru sem viðkemur næringu.

Þátttakendur voru mjög ánægðir með lærdómsríkt námskeið.

Ólafur Gunnar Sæmundsson

Þátttakendur á námskeiðiÞátttakendur á námskeiði