Menningarsetur Skagfirðinga færir sveitarfélaginu peningagjöf

Sigfús Ingi Sigfússon og Einar E Einarsson við afhendingu gjafabréfsins.
Sigfús Ingi Sigfússon og Einar E Einarsson við afhendingu gjafabréfsins.

Stjórn Menningarseturs Skagfirðinga samþykkti á fundi sínum í gær að afhenda Sveitarfélaginu Skagafirði peningagjöf til uppbyggingar á skólamannvirkjum í Varmahlíð. Einar E Einarsson, formaður  Menningarseturs , afhenti Sigfúsi Inga Sigfússyni sveitarstjóra gjafabréf að fundi loknum.

Menningarsetur Skagfirðinga er sjálfseignarstofnun sem var stofnuð  árið 1958 og staðfest skipulagsskrá 1965. Forveri Menningarsetursins var Varmahlíðarfélagið sem hafði það meginmarkmið að byggja upp héraðsskóla í Varmahlíð.  

Stjórn Menningarsetursins hefur ákveðið að hætta starfsemi og afhenda Sveitarfélaginu Skagafirði allar eigur félagsins sem eru eftir sölu eigna 214.000.000, tvöhundruð og fjórtán milljónir króna. Með hliðsjón af stofnskrá félagsins og sögu fylgir sú kvöð gjöfinni að fjármununum verði varið til uppbyggingar skólamannvirkja í Varmahlíð.