Lummudagarnir hefjast fimmtudag 26. júní

af facebooksíðu Lummudaga
af facebooksíðu Lummudaga

Setningarhátíð Lummudaganna verður við heimavist FNV á Sauðárkróki fimmtudaginn 26. júní kl 17 þar sem í boði verða tónlistaratriði og fiskisúpa. Síðan verður slegið upp sundpartýi í sundlaug Sauðárkróks kl 19  með tónlist og frískandi drykkjum.

Föstudagurinn hefst með ratleik kl 14:30 við sundlaugina og sápubolta í Ártúni á Sauðárkróki kl 16. Íbúar eru hvattir til að vera með götugrill á föstudags- eða laugardagskvöldinu. Loftboltamót verður í íþróttahúsinu kl 20 og Jóhann Pétur með uppistand á Mælifelli kl 22.

Laugardagurinn hefst með loftboltafjöri á lóðunum við blokkirnar við Víðigrund á móts við vallarhúsið. Götumarkaður verður á milli kl 14 og 18 á Aðalgötunni og þar í kring þar sem tónlist hljómar og í boði verða lummur á ýmsum stöðum. Hoppukastali fyrir yngstu kynslóðina verður við Minjahúsið og partýkerran á staðnum. Fjörinu lýkur á Mælifelli með DJ Óla Geir, Steinda Junior og Bent fyrir þá sem vilja vaka fram á nótt.

Nánar