Fara í efni

Lummudagar framundan

19.06.2015
Frá Lummudögum

Lummudagarnir hefjast næstkomandi fimmtudag þann 25. júní með setningarathöfn við sundlaugina á Sauðárkróki. Þá verður boðið upp á fiskisúpu og blakmót sem  hefst kl 17:30.  Loftboltamót verður við íþróttahúsið kl 20 og er mikilvægt að skrá liðin fyrirfram (sjá auglýsingu).

Á föstudaginn eru hinir vinsælu tónleikar VSOT (Villtir svanir og tófa) í Bifröst en þeir eiga sér sinn fasta aðdáendahóp. Sápuboltinn verður á sínum stað í Ártúninu en hann hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár.

Lummumeistari 2015 verður krýndur á laugardeginum og hefst lummukeppnin kl 14:15. Markaður verður á Aðalgötunni eins og vanalega og er skráning á hann í fullum gangi. Þátttakendur mæta með sín eigin borð og það kostar ekkert að vera með. Trúðurinn Wally mætir á svæðið en hann er fjöllistamaður og er hann umsjónarmaður Sirkus Íslands.  Tónlistarhátíðin Drangey music festival, þar sem vegurinn endar, verður á Reykjum á Reykjaströnd á  laugardeginum. Þar kemur fram flott tónlistarfólk og er hátíðin góð viðbót við dagskrána.

Allar nánari upplýsingar og skráning eru hjá asasvanhildur@gmail.com

Auglýsing