Fara í efni

Lokun íþróttamannvirkja

23.03.2020

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið, samkvæmt tilmælum sóttvarnarlæknis, að herða enn á samkomubanni vegna frekari útbreiðslu COVID-19 í samfélaginu. Í þessum hertu aðgerðum kemur fram að sundlaugar skuli vera lokaðar. Bannið nær einnig til íþróttahúsa. Íþróttamannvirki sveitarfélagsins, íþróttahús og sundlaugar, munu loka frá og með kl. 13 í dag 23. mars og varir lokunin á meðan á samkomubanni stendur.

Samkomubann kemur þó ekki í veg fyrir að við getum hreyft okkur og hvetur starfsfólk íþróttamannvirkjanna íbúa sveitarfélagsins til þess að nýta sér þau mannvirki sem eru opin almenningi, s.s. sparkvelli á Hofsósi, á Hólum og í Varmahlíð sem og gervigrasvöllinn á Sauðárkróki og hlaupabrautina umhverfis íþróttavöllinn. Þess utan er upplagt að fara í gönguferðir á opnum svæðum sem og að nýta sér sandana sem er skemmtilegur leikvöllur fyrir fólk á öllum aldri.

Við bendum einnig á síðu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands þar sem finna má tillögur að hreyfingu:

http://isi.is/almenningsithrottir/island-a-idi/