Fara í efni

Lofthræddi örninn Örvar í Menningarhúsinu Miðgarði

02.11.2016

Þjóðleikhúsið er á ferð um landið þessa dagana með barnasýningu sem nefnist Lofthræddi örninn Örvar. Í morgun fóru börn í skólahóp leikskólanna og 1. bekk grunnskólanna í Menningarhúsið Miðgarð og horfðu á sýninguna.

Leikritið er eftir Stalle Ahrreman og Peter Engkvist, en Björn Ingi Hilmarsson leikstýrir verkinu. Um þýðingu sá Anton Helgi Jónsson. Oddur Júlíusson leikur öll hlutverkin og segir söguna á stórskemmtilegan hátt með látbragði, söng, dansi og leik.

Leikritið fjallar um Örvar, sem er örn, en er svo skelfilega óheppinn að vera lofthræddur. Hann þráir heitt að geta flogið um loftin blá og með hjálp vinar síns, músarrindilsins, tekst honum að lokum að yfirvinna ótta sinn og fljúga.

Börnin skemmtu sér konunglega í morgun eins og sjá má á þessum myndum.

Við þökkum Þjóðleikhúsinu kærlega fyrir komuna og vonumst til þess að fá þau fljótt aftur í heimsókn til okkar.