Fara í efni

Loftbrú - Könnun fyrir íbúa á landsbyggðinni

01.04.2022
Flugvél Flugakademíu Keilis á Alexandersflugvelli.

Árið 2020 var verkefninu LOFTBRÚ hleypt af stokkunum, en í gegnum það öðlast íbúar dreifbýlisins á skilgreindum svæðum 40 % afslátt fyrir 6 flugleggi (3 ferðir fram og til baka) á ári. Þar sem ekki hefur verið reglubundið flug til/frá Sauðárkróki í nokkurn tíma hafa íbúar Norðurlands vestra kannski ekki verið mjög meðvitaðir um að viss hluti svæðisins (póstnúmer 540-570) falla undir skilgreinda fjarlægð frá höfuðborginni, sem gefur rétt til þess að nýta sér afsláttarkjör Loftbrúarinnar. Þó eitthvað sé um það að fólk af svæðinu hafi nýtt sér þessi kjör tengt Akureyarflugi er það almennt mat að það sé þó brotabrot af því samanborið við það ef reglubundið flug væri frá Sauðárkróki.

Í þessari könnun á vegum landshlutasamtaka, Vegagerðarinnar og Byggðastofnunar, sem dreift er á póstnúmer sem geta nýtt sér úrræðið til að bæta aðgengi landsbyggðarinnar að miðlægri þjónustu í höfuðborginni ofl. er markmiðið að meta notagildi og hlutverk Loftbrúar, fyrir árið 2021, út frá reynslu notendahópsins s.s. samsetningu hans, tilgang ferða, hvort ferðum hafi fjölgað, upplifun, bókanir, hverjir eru kostir úrræðisins og annmarkar.

Það tekur um það bil 10 mínútur að svara könnuninni. Hvert svar er mikilvægt innlegg í þróun þessa úrræðis. Farið er með allar upplýsingar samkvæmt lögum um persónuvernd, engin svör eru rakin til einstakra svarenda og unnið með niðurstöður sem heild.

Hér getur þú svarað könnuninni.

Upplýsingar um Loftbrú

Frétt þessi er fengin af vef SSNV og hvetjum við sem flesta til þess að leggja sitt að mörkum með því að svara könnuninni.