Ljósmyndun safngripa hafin hjá Byggðasafninu

Á næstu mánuðum og árum verða allir safnmunir Byggðasafnsins ljósmyndaðir, hvort sem þeir eru í geymslum eða sýningum. Samhliða skráningum í Sarp sem er miðlægur gagnagrunnur minjasafna landsins, og fleiri stofnana, þarf að ljósmynda alla safnmuni þannig að hægt sé að sjá munina um leið og flett er upp í gagnasafninu. Þetta er þarft verk en tímafrekt segir á heimasíðu safnsins en það er Guðmundur St. Sigurðarson sem mun hafa veg og vanda að verkinu til að byrja með. Nánar