Lið Skagafjarðar í Útsvari í kvöld

Lið Sveitarfélagsins Skagafjarðar mun keppa í Útsvari á RÚV í kvöld og andstæðingur þeirra verður lið Ísafjarðarbæjar. Keppnin hefst kl 20:40 og það eru þau Guðrún Rögnvaldardóttir, Indriði Þór Einarsson og Berglind Þorsteinsdóttir sem skipa lið Skagafjarðar að þessu sinni. Guðrún hefur tekið þátt í keppninni í nokkur ár fyrir hönd sveitarfélagsins en Indriði og Berglind eru nýliðar á þessu sviði. Nú er um að gera að koma sér vel fyrir fyrir framan sjónvarpið eftir kvöldmatinn og spreyta sig á spurningunum með liðinu.