Lesið úr nýjum bókum í Safnahúsi

Í kvöld, þriðjudaginn 19. nóvember, verða nokkrir höfundar staddir í bókasafninu við Faxatorg á Sauðárkróki og munu lesa upp úr nýútkomnum bókum sínum. Samkoman hefst kl 20.

Það eru Einar Kárason, Guðjón Ragnar Jónasson, Óskar Magnússon, Sigríður Þorgrímsdóttir og Sigurður Hansen sem lesa úr bókum sínum. Auk þess mun Kári Gunnarsson kynna 9. bindi Byggðasögu Skagafjarðar sem fjallar um Holtshrepp.

Allir velkomnir!