Lengri opnunartími í sundlauginni í Varmahlíð

Sundlaugin í Varmahlíð fyrir endurbætur
Sundlaugin í Varmahlíð fyrir endurbætur

Opnunartími í sundlauginni í Varmahlíð lengist frá og með morgundeginum 26. október meðan Sundlaug Sauðárkróks er lokuð vegna framkvæmda við endurbætur.

Laugin verður opin á virkum dögum mánudag-fimmtudags kl 8-21 og á föstudögum kl 8-17. Um helgar verður opið kl 10-15.

Vonandi geta sundlaugargestir sveitarfélagsins nýtt sér þennan breytta opnunartíma.