Leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Dominosdeild karla í opinni dagskrá í kvöld

Í kvöld fer fram leikur Tindastóls og Stjörnunnar í Domino's deild karla í Síkinu kl. 19:15. Tindastóll TV mun sýna beint frá leiknum og verður leikurinn í opinni dagskrá í boði Tindastóls TV og Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hvetjum við sem flesta til að fylgjast með leiknum með von um að þetta geti létt þeim lundina sem eru í sóttkví.
Hægt er að horfa á leikinn hér: www.tindastolltv.com/beint
Áfram Tindastóll!