Fara í efni

Leikskólinn Tröllaborg fær SMT sjálfstæði

18.03.2015

SMT-skólafærni er útfærsla á bandarísku aðferðinni Positive Behavior Support/PBS.  SMT er hliðstæð aðferð og PMTO-foreldrafærni (Parent Management Training-Oregon) þar sem lögð er áhersla á að koma í veg fyrir og draga úr hegðunarvanda með því að kenna og þjálfa félagsfærni, umbuna fyrir æskilega hegðun og samræma vinnubrögð starfsfólks gagnvart nemendum sem sýna óæskilega hegðun.


Innleiðing á SMT skólafærni hefur nú staðið yfir um nokkurt skeið í leikskólum í Skagafirði og var leikskólinn Tröllaborg sá fyrsti til þess að öðlast sjálfstæði. Í tilefni af því var haldin SMT hátíð í skólanum þar sem börnin sungu og dönsuðu, sýndu gestum SMT reglur og boðið var upp á SMT köku í tilefni dagsins.

Selma Barðdal, sem stýrt hefur verkefninu af hálfu Fjölskylduþjónustu Skagafjarðar, afhenti leikskólanum SMT fánann sem dreginn verður að húni við gott tækifæri.

Myndir frá SMT hátíðinni