Leikskólinn Birkilundur fær veglega bókagjöf

Vegleg bókagjöf afhent leikskólanum Birkilundi
Vegleg bókagjöf afhent leikskólanum Birkilundi

Í gær 10. apríl komu góðir gestir í leikskólann Birkilund og afhentu börnum og starfsfólki bækur á hverja deild. Þetta voru fulltrúar Kvenfélags Seyluhrepps en á aðalfundi félagsins var ákveðið að úthluta 100.000 kr styrk úr Minningarsjóði Sigurlaugar Sigurðardóttur frá Fjalli til bókakaupa fyrir leikskólann.

Á heimasíðu leikskólans segir að þetta sé kærkomið framlag til að stuðla að því að börnin fái að njóta fjölbreyttra bókmennta frá upphafi skólagöngu sinnar og byggja upp góðan grunn fyrir framtíðina.