Fara í efni

Leikskólinn Ársalir auglýsir eftir verkefnisstjóra námsaðlögunar frá 1. júní 2014

24.02.2014

Leikskólinn Ársalir auglýsir eftir verkefnisstjóra námsaðlögunar frá 1. júní 2014

Staða verkefnisstjóra námsaðlögunar, starfshlutfall 50%.

Leitað er eftir leikskólakennara með framhaldsmenntun í sérkennslufræðum eða þroskaþjálfa.

Verkefnisstjóri námsaðlögunar ber ábyrgð á og stjórnar skipulagningu, framkvæmd og endurmati sérkennslunnar í leikskólanum ásamt leikskólastjóra. Ásamt því að vera faglegur umsjónarmaður sérkennslunnar, annast hann frumgreiningu og ráðgjöf til annarra starfsmanna.

Nánari upplýsingar veitir Anna Jóna leikskólastjóri í síma 455 6090 eða í netfanginu arsalir@skagafjordur.is

Umsóknarfrestur er til 5.mars

Skila skal rafrænum umsóknum helst í íbúagátt sveitarfélagsins eða hér.

Laun samkv. kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga og K.Í. vegna FL. eða Þ.Í.

Í Ársölum er unnið með SMT skólafærni, Lífsleikni og Tákn með tali. Gott samstarf er við Árskóla á mörkum skólastiga. Ársalir er níu deilda leikskóli. Þar eru 158 börn á aldrinum 1-6 ára.