Leikskólastjóri óskast til starfa

Leikskólastjóri óskast til starfa
við leikskólann Ársali á Sauðárkróki

 

Vilt þú vera hluti af öflugu stjórnendateymi í leik- og grunnskólum Skagafjarðar? Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir stöðu leikskólastjóra lausa til umsóknar. Ráðið verður í stöðuna frá 1. júní 2019 eða eftir samkomulagi.  Leikskólinn Ársalir er níu deilda leikskóli sem er rekinn í tveimur húsum, yngra og eldra stig.

Leitað er að öflugum einstaklingi sem er tilbúinn til að leiða skólastarfið með jákvæðum hætti, stilla saman strengi starfsmanna og heimila og vera tilbúinn til að vinna í teymum með sérfræðingum skólaþjónustu og yfirstjórn skólamála í héraðinu. Hann þarf að vera framsýnn, lausnamiðaður, hugmyndaríkur og umbótasinnaður.

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Leikskólakennaramenntun og leyfisbréf leikskólakennara.
  • Viðbótarmenntun í stjórnun eða kennslureynsla á leikskólastigi.
  • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Leiðtoga- og stjórnunarhæfni, reynsla af stjórnun er kostur.
  • Samstarfshæfni, lipurð í mannlegum samskiptum og gott læsi á umhverfi og samfélag.
  • Sjálfstæði í vinnubrögðum, frumkvæði og faglegur metnaður.
  • Almenn tölvukunnátta og góð íslenskukunnátta .
  • Hreint sakavottorð, skv. lögum um leikskóla.

 

Umsóknarfrestur er framlengdur til og með 14. maí 2019.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Herdís Á. Sæmundardóttir, sviðsstjóri fjölskyldusviðs í síma 455 6000 eða has@skagafjordur.is.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við KÍ f.h. Félags stjórnenda leikskóla.

 

Umsókn um starfið þarf að fylgja ítarleg starfsferilskrá og kynningarbréf sem tilgreinir m.a. ástæður umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.  Afrit af prófskírteini og leyfisbréfi skal fylgja umsókn.

Umsókn ásamt fylgigögnum skal skilað í gegnum íbúagátt sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins www.skagafjordur.is (laus störf). Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu liggur fyrir. Karlar, sem og konur, eru hvattir til að sækja um.

 

Einkunnarorð leikskólans eru: Vinátta – Virðing - Vellíðan

Í Ársölum er unnið með SMT-skólafærni, Lífsleikni og Tákn með tali.

Ársalir er níu deilda leikskóli rekinn í tveimur húsum. Eldra stig hefur aðsetur við Árkíl og þar eru 2-5 ára börn á sex deildum, sem heita; Höfði, Laut, Hlíð, Þúfa, Skógar og Klettur. Yngra stig er staðsett við Víðigrund og þar eru 1-2 ára börn á þremur deildum sem heita; Lón, Lind og Lækur.