Fara í efni

Leikskólabörn heimsækja sýninguna Endurspeglun í Safnahúsi Skagfirðinga

13.03.2018
Börn af leikskólanum Ársölum á listasýningu í Safnahúsi Skagfirðinga

Þessa dagana fer fram í Safnahúsi Skagfirðinga sýningin Endurspeglun eftir listakonuna Ísabellu Leifsdóttur.

Með sýningunni vill listakonan vekja athygli á ofgnóttinni í samfélagi okkar. Hún sýnir spegla sem hún hefur skreytt með smádóti úr plasti sem var á leið í endurvinnslu. Speglarnir eru fallegir og eigulegir munir, enda tilgangurinn að búa til verk sem fólk vill ekki farga heldur fegra heimili sín með. Einnig eru verkin áminning til neytenda um að hugsa sig um og velja vandlega áður en þeir rétta fram greiðslukortið í verslunum.

Leikskólabörn af efra stigi leikskólans Ársala á Sauðárkróki hafa fengið tækifæri til að skoða sýninguna og í gær var þessi föngulegi hópur á ferðinni í Safnahúsinu.

Sýning Ísabellu verður opin til föstudagsins 16. mars nk. og þeir sem enn eiga eftir að sækja hana því hvattir til að gera það áður en sýningin verður tekin niður.