Leggjum okkar af mörkum við að aðstoða Grindvíkinga

Hugur okkar í Skagafirði er hjá Grindvíkingum þessa stundina sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín án þess að vita hversu lengi ástandið muni standa yfir. Það er því mikilvægt að við tökum höndum saman og aðstoðum eftir fremsta megni.

Rauði krossinn hefur sett á vefinn skráningarblað sem ætlað er þeim sem geta lánað húsnæði til þeirra Grindvíkinga sem eru ekki komnir í húsaskjól. Við hvetjum alla þá sem mögulega geta aðstoðað með húsnæði að skrá það hjá Rauða krossinum.

Smelltu hér til að komast í skráningarblað Rauða krossins.