Laust starf á heimili fyrir fatlað fólk á Sauðárkróki

Auglýst er eftir kvenkyns starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk á Sauðárkróki í 70% starfshlutfall í vaktavinnu frá 1. janúar 2019 í Fellstúni 19b. Starfið felur í sér aðstoð við fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs s.s. umönnun og afþreyingu og er unnið eftir hugmyndafræði um þjónandi leiðsögn og valdeflingu. 

Leitað er eftir ábyrgðarfullum, jákvæðum og sveigjanlegum einstaklingi sem hefur áhuga á að starfa með fötluðu fólki. Gerð er krafa um bílpróf, önnur menntun er kostur og umsækjendur skulu hafa náð 18 ára aldri. Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Umsóknarfrestur er til og með 31. október og skila skal umsóknum í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Ragnheiður M. Rögnvaldsdóttir, forstöðumaður, í síma 453-6070 / 844-6532 eða
með tölvupósti; ragnheidurr@skagafjordur.is