Lausar lóðir við Melatún á Sauðárkróki

Túnahverfi á Sauðárkróki
Túnahverfi á Sauðárkróki

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar auglýsir lausar til umsóknar sjö íbúðarhúsalóðir við nýja götu á Sauðárkróki,  Melatún.

Sveitarstjórn hefur samþykkt að veittur verður 50% afsláttur af gatnagerðargjöldum vegna þessara lóða. Er  það gert á grundvelli sérstakrar lækkunarheimildar sem hægt er að veita skv. 6. gr. laga um Gatnagerðargjöld nr. 153/2006.  Samþykkt þessi gildir fyrir þær lóðir við Melatún sem úthlutað er á árinu 2019. Samþykktin gildir til 31. desember 2019. Sækja þarf um byggingarleyfi innan eins árs frá lóðarúthlutun.  

Miðvikudaginn 27. mars fjallar skipulags- og byggingarnefnd um þær umsóknir sem þá hafa borist um lóðirnar en nánari upplýsingar má finna hér.