Fara í efni

Lausar lóðir til úthlutunar

17.02.2023

Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsir skipulagsnefnd Skagafjarðar 10 einbýlishúsalóðir, 2 iðnaðar- og athafnalóðir á Sauðárkróki og 1 einbýlishúsalóð í Varmahlíð lausar til úthlutunar.

Auglýstar eru einbýlishúsalóðirnar nr. 2, 6, 7, 9, 10, 11, 12, 13 og 14 við Nestún og lóð nr. 1 við Melatún. Iðnaðar- og athafnalóðir nr. 29 við Borgarflöt og nr. 8 við Borgarteig.

Einbýlishúsalóðin Laugavegur 19 í Varmahlíð.

Lóðirnar eru auglýstar frá og með 17. febrúar 2023 til og með 10. mars 2023.

Hægt er að skoða og sækja um lóðirnar á kortasjá Skagafjarðar, www.map.is/skagafjordur, með því að haka við „Lausar lóðir“ undir „Fasteignir“ í valglugganum.

Finna má leiðbeiningar um hvernig nálgast má lausar lóðir í kortasjá með því að smella hér

Um auglýsingu og úthlutun lóðanna gilda reglur um úthlutun byggingarlóða í Skagafirði sem nálgast má á vef sveitarfélagsins undir „Reglur og samþykktir“, „Húsnæðis- og fasteignamál“, „Reglur um úthlutun byggingarlóða (2022)“.[1]

Frestur lóðarhafa til framkvæmda er skv. 10. gr. úthlutunarreglna.

Einungis er hægt að sækja um eina tilgreinda lóð og aðra tilgreinda lóð til vara, dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um tiltekna lóð.

Bent er á að fleiri lausar íbúðarhúsa- og iðnaðarlóðir standa til boða í sveitarfélaginu og eru nú þegar lausar til úthlutunar. Sjá má yfirlit yfir þær á fyrrgreindri kortasjá sveitarfélagsins.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar