Laus störf í Húsi frítímans, íþróttahúsinu á Sauðárkróki og sundlaugunum Sauðárkróki og Hofsósi

Sveitarfélagið auglýsir nú laus til umsóknar störf í Húsi frítímans, íþróttahúsinu á Sauðárkróki, Sundlauginni á Hofsósi og Sundlaug Sauðárkróks.

Hús frítímans

Tímabil: Frá 1. september 2016 – 20. maí 2017

Lýsing á starfi: Starfið er fólgið í skipulagningu  og vinnu með börnum og unglingum í frístundaþjónustu sveitarfélagsins.

Kröfur í starf: Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Umsækjendur þurfa að vera góðir í mannlegum samskiptum, hafa gaman að vinna með börnum og unglingum og vilja til að læra og þroskast í störfum sínum.

Starfið hentar bæði körlum sem konum.

Vinnutími: Vaktavinna

Starfsheiti: Frístundaleiðbeinandi I

 

Sundlaugarnar á Sauðárkróki og Hofsósi og íþróttahúsið á Sauðárkróki

Tímabil: Frá 1. september 2016

Lýsing á starfi: Starf sundlaugavarðar felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá og laug, auk eftirlits með öryggiskerfum, afgreiðsla og baðvarsla. Starf starfsmanns íþróttamannvirkis felst m.a. í öryggisgæslu við sjónvarpsskjá, eftirlit með íþróttasal og almennum þrifum á sal og klefum.

Kröfur í starf: Viðkomandi þarf að hafa náð 20 ára aldri, hafa ríka þjónustulund og samstarfsvilja. Reynsla og menntun er kostur.

Vinnutími: Vaktavinna

Starfsheiti: Sundlaugavörður I og starfsmaður íþróttamannvirkis

 

Launakjör: Laun og önnur starfskjör eru samkvæmt kjarasamningum Sambands íslenskra sveitarfélaga við hlutaðeigandi stéttarfélag.

Yfirmaður: Þorvaldur Gröndal, forstöðumaður frístunda- og íþróttamála

 

Umsóknarfrestur er til og með 22. ágúst

 

Nánari upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur Gröndal í síma 660-4639 eða valdi@skagafjordur.is. Umsóknum er greina frá menntun og fyrri störfum skal skilað í gegnum heimasíðu sveitarfélagsins, www.skagafjordur.is (laus störf), eða í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.