Fara í efni

Laus störf hjá sveitarfélaginu

02.08.2019

Nokkur störf eru laus til umsóknar hjá sveitarfélaginu, leikskólakennarar og matráður á leikskólanum Ársölum, grunnskólakennarar á Hólum og Hofsósi, verkefnastjóri Vinaliðaverkefnisins og starfsmaður á heimilið við Skúlabraut á Blönduósi. Um er að ræða framtíðarstörf og einnig afleysingar.

Leikskólinn Ársalir auglýsir eftir matráði til starfa í eldhúsið á eldra stigi. Um er að ræða 54% starfshlutfall sem í felst m.a. frágangur eftir hádegismat og hressingu og uppvask ásamt þrifum í eldhúsi, þvottahúsi og kaffistofu.

Leikskólinn Ársalir auglýsir einnig eftir leikskólakennurum í 80 og 100% starfshlutfall. Um er að ræða bæði framtíðarstörf og tímabundnar afleysingar. Ef ekki berast umsóknir frá leikskólakennurum er heimilt að ráða leiðbeinendur.

Grunnskólinn austan Vatna auglýsir eftir grunnskólakennara til að kenna smíðar og valgreinar í skólanum á Hofsósi í 40% starfshlutfall.

Heimili fyrir fatlað fólk við Skúlabraut á Blönduósi auglýsir eftir framtíðarstarfsmanni í 83% starfshlutfall í vaktavinnu.

Laust er til umsóknar starf verkefnastjóra Vinaliðaverkefnisins og er um að ræða 60% starfshlutfall, með möguleika á viðbótarstarfi í Frístund/Árskóla. Um framtíðarstarf er að ræða.

 

Uppfært 06.08. 2019