Laus störf hjá sveitarfélaginu

Auglýst eru til umsóknar nokkur laus störf hjá Sveitarfélaginu Skagafirði á ýmsum sviðum. Verkefnastjórar, liðveisla, bókavörður, starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk og starfsmaður í sundlaugina á Hofsósi.

Starfsmann vantar í sundlaugina á Hofsósi til að lengja sumaropnunartímann og er starfið laust strax. 

Auglýst er eftir starfsmanni á heimili fyrir fatlað fólk á Blönduósi í 83% stöðu frá 1. október og er umsóknarfrestur til og með 16. september.

Starfsmann vantar í liðveislu í Varmahlíð í 75% starf og einnig er auglýst eftir bókaverði á Héraðsbókasafn Skagfirðinga í fullt starf og er umsóknarfrestur til og með 16. september.

Laus eru til umsóknar tvö störf verkefnastjóra á sviði atvinnu- menningar- og kynningarmála.  Annars vegar er auglýst eftir deildarstjóra sem heldur utan um starfsemi sveitarfélagsins á þessu sviði og er æskilegt að hann geti hafið störf sem fyrst. Hins vegar eftir verkefnastjóra sem vinnur að ákveðnum verkefnum sem eru til þess fallinn að stuðla að uppbyggingu, nýsköpun og framþróun í sveitarfélaginu auk þess að taka þátt í öðrum verkefnum undir stjórn sviðsstjóra eða næsta yfirmanns. Upphaf þess starfs er 1. mars 2019 eða eftir samkomulagi. Umsóknarfrestur um bæði störfin er til og með 17. september.

Umsóknir ásamt fylgigögnum skal skila í gegnum íbúagátt sveitarfélagsins.