Fara í efni

Laus störf

23.11.2018

Laus eru til umsóknar mörg fjölbreytt störf hjá sveitarfélaginu.

Umsjónarmaður á verkstæði þjónustumiðstöðvar sem sér m.a. um viðhald og viðgerðir á bílum og öðrum tækjakosti. Umsóknarfrestur er til og með 25. nóvember.

Bókari í ráðhús sveitarfélagsins sem sinnir einnig afgreiðslu eftir þörfum ásamt fleiri verkefnum. Umsóknarfrestur er til og með 3. desember.

Starfsmaður á heimili fyrir fatlað fólk í Fellstún 19b en starfið felur í sér að aðstoða fatlaða einstaklinga við athafnir daglegs lífs og afþreyingu. Unnið er í 70% vaktavinnu. Umsóknarfrestur er til og með 5. desember.

Starfsmaður á leikskólann Tröllaborg í 100% starf, 70% að sinna börnum í leik og starfi og 30% ræstingar á leikskólanum. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember.

Hafnarstjóri sem fer með daglega stjórn hafnarinnar og ber ábyrgð á fjárreiðum hafnarsjóðs og er einnig yfirmaður annarra starfsmanna hafnarinnar. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember.

 Yfirhafnarvörður/hafnsögumaður sem sinnir m.a. daglegu eftirliti á hafnarsvæðinu, eftirliti með skipum, móttöku þeirra, skráningu og afgreiðslu. Umsóknarfrestur er til og með 9. desember.

 Umsóknum um störf hjá sveitarfélaginu ásamt ferilskrám skal skila í gegnum íbúagátt.