Fara í efni

Laus parhúsalóð – Nestún 16 á Sauðárkróki

30.05.2025

Í samræmi við úthlutunarreglur sveitarfélagsins, gr. 2.3. auglýsir skipulagsnefnd Skagafjarðar eina parhúsalóð Nestún 16 á Sauðárkróki lausa til úthlutunar. Um er að ræða 1.150,8 m² parhúsalóð með hámarksbyggingarmagn 402 m².

Lóðin er auglýst frá og með 28. maí 2025 til og með 11. júní 2025.

Hægt er að skoða og sækja um lóðina á kortasjá Skagafjarðar, www.map.is/skagafjordur, með því að haka við „Lausar lóðir“ undir „Fasteignir“ í valglugganum.

Frestur lóðarhafa til framkvæmda er skv. 10. gr. úthlutunarreglna.

Dregið verður úr umsóknum verði fleiri en einn umsækjandi um tiltekna lóð.

Bent er á að fleiri íbúðarhúsalóðar standa til boða í sveitarfélaginu og eru nú þegar tilbúnar til úthlutunar. Sjá má yfirlit yfir þær á ofangreindri kortasjá sveitarfélagsins.

Skipulagsfulltrúi Skagafjarðar