Fara í efni

Laufskálarétt um helgina

23.09.2016
Hross í Laufskálarétt

Nú er komið að hinum árlega viðburði Laufskálarétt í Hjaltadal en réttað verður laugardaginn 24. september. Það verður því mikið líf og fjör í Skagafirði um helgina, sýningar, böll og ýmislegt fleira.

Sýningin Uppruni kostanna í Sögusetri íslenska hestsins er opin í dag, föstudag kl 10-18 og í kvöld er stórsýning og skagfirsk gleði í reiðhöllinni Svaðastöðum sem hefst kl 20:30. Þar verður ræktunarsýning, slaktauma-bjórtölt keppni og fjöldasöngur á dagskránni með meiru. Í menningarhúsinu Miðgarði verða Sigvaldi, Alex Már og Jón Gestur að spila frá kl 22, á Mælifelli er ball með Stuðlabandinu frá miðnætti og Bergmál spilar á Micro bar. Einnig verður opið hús á Varmalandi í Sæmundarhlíð kl 13-17 á föstudeginum og Bjórsetrur Íslands á Hólum verður opið bæði kvöldin.

Stóðið verður rekið á laugardagsmorgninum úr Kolbeinsdal til Laufskálaréttar um 11:30 og hefjast réttarstörfin kl 13. Laufskálaréttarkaffihlaðborð verður í Samgönguminjasafninu í Stóragerði, sundlaugarnar opnar og ýmislegt í boði hjá veitingasölum í tilefni helgarinnar. Réttarball verður í reiðhöllinni Svaðastöðum þar sem hljómsveitin Von treður upp með söngvurunum Ellerti Jóhanns, Siggu Beinteins og Matta Matt. Hljómsveitin Einnogsjötíu spilar á Hótel Varmahlíð og Bergmál á Micro bar. Hópferðabílar Skagafjarðar bjóða upp á sætaferðir bæði kvöldin.

Á sunnudaginn verður opið hús á Íbishóli frá kl 14.

Það verður sannanlega líf og fjör vítt og breitt um héraðið þessa helgina.